Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   sun 11. júní 2023 19:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Getum verið nokkuð bjartsýnir
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Mér líður bara mjög vel. Mér fannst bara svona heildarbragurinn góður fyrir utan kannski fyrsta korterið þá sluppum við smá með skrekkinn að hafa ekki fengið á okkur mark vegna þess að HK fékk nokkra sénsa þar. En eftir það fannst mér við taka yfir leikinn og skoruðum gott mark, áttum stangarskot og svo bara sýndum við hvers við erum megnugir í seinni hálfleik og ég er bara ánægður með frammistöðuna og stigin þrjú." sagði Arnar Grétarsson sáttur eftir 5-0 sigurinn í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  5 Valur

HK byrjaði leikinn vel og fengu dauðafæri til þess að komast yfir í leiknum en eftir að Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Valsmönnum yfir var þetta aldrei spurning. 

„Fyrsta korterið til tuttugu mínúturnar þá voru HK inn í leiknum og voru alltaf hættulegir þó við hefðum verið með boltann ansi mikið en það skiptir ekki öllu máli, þeir voru að skapa sér færi og koma okkur í vandræði en sem betur fer náðum við að halda hreinu og komast yfir og svo var frammistaðan eftir það var rosalega flott"

„Þeir sköpuðu sér nánast ekki neitt eftir fyrsta korterið þannig bara flott frammistaða í heild sinni. Gott að fá Patrick (Petersen) inn á og skora tvö mörk og virkilega flottur leikur í alla staði."

Núna er framundan tveggja vikna landsleikjahlé og var Arnar spurður út í uppskeruna þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð og eru Valsmenn í öðru sæti með 26.stig.

„Mér finnst við hafa sýnt góðar frammistöður og svo eru alltaf tveir leikir sem eru svona smá súrir og það eru FH og Keflavík, en svona heilt yfir þá er frammistaðan og hvernig við höfum verið að spila að þá getum við bara verið nokkuð bjartsýnir."
Athugasemdir
banner