Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 11. júní 2023 19:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Getum verið nokkuð bjartsýnir
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Mér líður bara mjög vel. Mér fannst bara svona heildarbragurinn góður fyrir utan kannski fyrsta korterið þá sluppum við smá með skrekkinn að hafa ekki fengið á okkur mark vegna þess að HK fékk nokkra sénsa þar. En eftir það fannst mér við taka yfir leikinn og skoruðum gott mark, áttum stangarskot og svo bara sýndum við hvers við erum megnugir í seinni hálfleik og ég er bara ánægður með frammistöðuna og stigin þrjú." sagði Arnar Grétarsson sáttur eftir 5-0 sigurinn í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  5 Valur

HK byrjaði leikinn vel og fengu dauðafæri til þess að komast yfir í leiknum en eftir að Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Valsmönnum yfir var þetta aldrei spurning. 

„Fyrsta korterið til tuttugu mínúturnar þá voru HK inn í leiknum og voru alltaf hættulegir þó við hefðum verið með boltann ansi mikið en það skiptir ekki öllu máli, þeir voru að skapa sér færi og koma okkur í vandræði en sem betur fer náðum við að halda hreinu og komast yfir og svo var frammistaðan eftir það var rosalega flott"

„Þeir sköpuðu sér nánast ekki neitt eftir fyrsta korterið þannig bara flott frammistaða í heild sinni. Gott að fá Patrick (Petersen) inn á og skora tvö mörk og virkilega flottur leikur í alla staði."

Núna er framundan tveggja vikna landsleikjahlé og var Arnar spurður út í uppskeruna þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð og eru Valsmenn í öðru sæti með 26.stig.

„Mér finnst við hafa sýnt góðar frammistöður og svo eru alltaf tveir leikir sem eru svona smá súrir og það eru FH og Keflavík, en svona heilt yfir þá er frammistaðan og hvernig við höfum verið að spila að þá getum við bara verið nokkuð bjartsýnir."
Athugasemdir
banner
banner