Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 11. júní 2023 19:54
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Getum verið nokkuð bjartsýnir
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Mér líður bara mjög vel. Mér fannst bara svona heildarbragurinn góður fyrir utan kannski fyrsta korterið þá sluppum við smá með skrekkinn að hafa ekki fengið á okkur mark vegna þess að HK fékk nokkra sénsa þar. En eftir það fannst mér við taka yfir leikinn og skoruðum gott mark, áttum stangarskot og svo bara sýndum við hvers við erum megnugir í seinni hálfleik og ég er bara ánægður með frammistöðuna og stigin þrjú." sagði Arnar Grétarsson sáttur eftir 5-0 sigurinn í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  5 Valur

HK byrjaði leikinn vel og fengu dauðafæri til þess að komast yfir í leiknum en eftir að Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Valsmönnum yfir var þetta aldrei spurning. 

„Fyrsta korterið til tuttugu mínúturnar þá voru HK inn í leiknum og voru alltaf hættulegir þó við hefðum verið með boltann ansi mikið en það skiptir ekki öllu máli, þeir voru að skapa sér færi og koma okkur í vandræði en sem betur fer náðum við að halda hreinu og komast yfir og svo var frammistaðan eftir það var rosalega flott"

„Þeir sköpuðu sér nánast ekki neitt eftir fyrsta korterið þannig bara flott frammistaða í heild sinni. Gott að fá Patrick (Petersen) inn á og skora tvö mörk og virkilega flottur leikur í alla staði."

Núna er framundan tveggja vikna landsleikjahlé og var Arnar spurður út í uppskeruna þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð og eru Valsmenn í öðru sæti með 26.stig.

„Mér finnst við hafa sýnt góðar frammistöður og svo eru alltaf tveir leikir sem eru svona smá súrir og það eru FH og Keflavík, en svona heilt yfir þá er frammistaðan og hvernig við höfum verið að spila að þá getum við bara verið nokkuð bjartsýnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner