Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heilinn á bakvið innkaup FCK farinn til Wolfsburg - Keypti fjóra Íslendinga
Mynd: FCK
Peter Christiansen, eða PC eins og hann er oftast kallaður, er farinn frá FC Kaupmannahöfn eftir þrjú ár hjá félaginu.

PC tók við sem íþróttastjóri félagsins í apríl 2021 og sá um innkaup félagsins. Hann hefur vakið athygli fyrir sín störf, náð að fá háar upphæðir sem félagið hefur selt. Hann á stóran þátt í sölunni á Hákoni Arnari Haraldssyni sem Lille keypti á um 17 milljónir evra síðasta sumar.

Hann seldi markvörðinn Kamil Grabara til Wolfsburg í fyrra en náði að halda honum hjá FCK út tímabilið. Ráðamenn hjá Wolfsburg voru það hrifnir af PC í þeirra samskiptum að þeir fengu hann í sínar raðir og mun hann nú starfa fyrir þýska félagið.

PC sá um kaupin á Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem kom til FCK frá Norrköping haustið 2021. Hann fékk einnig þá Galdur Guðmundsson (Breiðablik), Gunnar Orra Olsen (Stjarnan) og Viktor Bjarka Daðason (Fram) til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner