Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 11. júní 2024 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd setur Zirkzee ofarlega á óskalista sinn
Joshua Zirkzee hér með formúlumeistaranum, Max Verstappen.
Joshua Zirkzee hér með formúlumeistaranum, Max Verstappen.
Mynd: EPA
Manchester United hefur sett Joshua Zirkzee ofarlega á óskalista sinn fyrir sumarið en Sky Sports segir frá þessu.

Zirkzee er 23 ára gamall og skoraði 11 mörk í 33 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni með Bologna á tímabilinu sem var að klárast.

Zirkzee er með riftunarverð í samningi sínum upp á 34 milljónir punda en Man Utd hefur mikinn áhuga á honum.

Arsenal og AC Milan hafa einnig áhuga á Zirkzee sem á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Bologna. Nýverið var fjallað um það á Ítalíu að AC Milan væri búið að ná samkomulagi við Zirkzee.

Hollenski sóknarmaðurinn hjálpaði Bologna að komast í Meistaradeildina en það er afskaplega ólíklegt að hann verði þar áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner