Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 11. júní 2024 23:40
Sölvi Haraldsson
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta var frábær liðssigur í kvöld. Allir spiluðu mjög vel og þetta var afar verðskuldaður sigur fannst mér.“ sagði Leah Maryann Pais sem skoraði öll fjögur mörk Þróttara í kvöld í 4-1 sigri á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttaraliðið kom mjög sterkt út í seinni hálfleik og voru mun betri þá en þær voru í þeim fyrri.

Við vissum í hálfleik að við vorum ekki búnar að vera góðar. Við þurftum að ná í seinna markið fljótlega í seinni hálfleik. Við vissum að það yrði stórt fyrir leikinn og myndi breyta honum. Eftir að við skoruðum annað markið héldum við bara áfram og gerðum hlutina einfalt.

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður skorar fjögur mörk í 8-liða úrslitum bikarsins en Leah var spurð hvort þetta væri hennar besti leikur á ferlinum.

Ég hef reyndar skorað sex mörk í leik áður. En á hærra getustigi er þetta með mínum betri leikjum á ferlinum.

Þróttur hefur ekki átt gott mót í deildinni í ár og eru á botninum í deildinni en unnu fyrsta deildarleikinn sinn í seinasta leik gegn Stólunum. Leah fór yfir það hvað Þróttaraliðið þarf að gera til að byrja að vinna leiki í deildinni.

„Við þurfum að gera hlutina einfalda. Við erum með alla innviði og allar stelpurnar í það. Allir eru mjög mikilvægir í liðinu. Þegar við byrjum að gera okkar hluti einfalda og hreyfa boltann meira fram á við koma sigrarnir.“ sagði Leah að lokum.

Viðtalið við Leuh má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner