Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fim 11. júlí 2019 23:12
Baldvin Már Borgarsson
Eysteinn Húni: Hvernig vinnum við heimaleiki?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni var sáttur með stigið á Extra vellinum í kvöld en Fjölnir og Keflavík áttust við í Inkasso deildinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Keflavík

„Já ég verð að vera það, maður getur ekki beðið um mikið meira en að fá mark með síðustu spyrnu leiksins.'' Voru fyrstu viðbrögð Eysteins eftir leik.

„Við komum sofandi margir hverjir inn í fyrri hálfleikinn og það var auðvelt fyrir þá að koma sér í hættulegar stöður. En þegar leið á leikinn komu varamennirnir inná með það sem maður vill að varamenn komi með inná, að breyta leiknum.'' Hélt Eysteinn áfram.

„Hann breytir leiknum og er með þennan karakter sem við erum að leita af.'' Segir Eysteinn um innkomu Rúnars í leiknum, en Rúnar spilaði í fyrsta skipti eftir meiðsli.

Keflavík hefur ekki tapað leik á útivelli á tímabilinu og hafa meðal annars unnið í Ólafsvík og gert jafntefli gegn Þór á Akureyri og jafntefli gegn Fjölni, hver er galdurinn á bakvið svona útivallaárangur?

„Ég vill eiginlega bara komast að því hvernig við vinnum heimaleiki.''

Sagði Eysteinn þokkalega léttur í lund en Keflvíkingar hafa tapað fjórum heimaleikjum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Eysteinn betur um leikinn, innkomu Rúnars, Þorra Mar og heimavöllinn.
Athugasemdir
banner
banner