Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 11. júlí 2019 23:12
Baldvin Már Borgarsson
Eysteinn Húni: Hvernig vinnum við heimaleiki?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni var sáttur með stigið á Extra vellinum í kvöld en Fjölnir og Keflavík áttust við í Inkasso deildinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Keflavík

„Já ég verð að vera það, maður getur ekki beðið um mikið meira en að fá mark með síðustu spyrnu leiksins.'' Voru fyrstu viðbrögð Eysteins eftir leik.

„Við komum sofandi margir hverjir inn í fyrri hálfleikinn og það var auðvelt fyrir þá að koma sér í hættulegar stöður. En þegar leið á leikinn komu varamennirnir inná með það sem maður vill að varamenn komi með inná, að breyta leiknum.'' Hélt Eysteinn áfram.

„Hann breytir leiknum og er með þennan karakter sem við erum að leita af.'' Segir Eysteinn um innkomu Rúnars í leiknum, en Rúnar spilaði í fyrsta skipti eftir meiðsli.

Keflavík hefur ekki tapað leik á útivelli á tímabilinu og hafa meðal annars unnið í Ólafsvík og gert jafntefli gegn Þór á Akureyri og jafntefli gegn Fjölni, hver er galdurinn á bakvið svona útivallaárangur?

„Ég vill eiginlega bara komast að því hvernig við vinnum heimaleiki.''

Sagði Eysteinn þokkalega léttur í lund en Keflvíkingar hafa tapað fjórum heimaleikjum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Eysteinn betur um leikinn, innkomu Rúnars, Þorra Mar og heimavöllinn.
Athugasemdir
banner