Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. júlí 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd vonast til að landa Maguire
Powerade
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Arsenal er ennþá að eltast við Zaha.
Arsenal er ennþá að eltast við Zaha.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er í þykkari kantinum. BBC tók saman.



Arsenal vill fá kantmanninn Malcom (22) frá Barcelona en Everton hefur nú þegar boðið 31,5 milljónir punda í Brasilíumanninn. (Sun)

Dean Saunders, fyrrum framherji Liverpool, telur að Ole Gunnar Solskjær nái ekki að klára komandi tímabil sem stjóri Manchester United. (Talksport)

Solskjær vonast til að hafa betur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í baráttunni um Harry Maguire (26) varnarmann Leicester. (Mail)

Diego Costa (30) framherji Atletico Madrid er tilbúinn að hefja viðræður við Everton. (Sun)

West Ham hefur óskað eftir að fá Gonzalo Higuain (31) framherja Juventus á láni. (Mail)

Steve Bruce, stjóri Sheffield Wednesday, hefur beðið félagið um leyfi til að ræða við Newcastle um stjórastöðuna þar. (Times)

Tottenham er í bílstjórasætinu í baráttunni um Dani Olmo (21) miðjumann Dinamo Zagreb en hann kostar 27 milljónir punda. Atletico Madrid hefur líka áhuga. (AS)

Juventus hefur hafnað 30 milljón evra tilboði frá Everton í framherjann Moise Kean. (Tuttosport)

Roma hefur áhuga á Toby Alderweireld (30) varnarmanni Tottenham. Alderweireld er með 25 milljóna punda riftunarverð í samningi sínum. (Sky Sports)

Everton hefur lýst yfir áhuga á Nicolas Pepe kantmanni Lille. Pepe (24) kostar 58,5 milljónir punda. (Telegraph)

Mario Lemina (25) miðjumaður Southampton segist vilja fara frá félaginu en Manchester United, Arsenal og Leicester hafa áhuga á honum. (Daily Echo)

Tottenham er að reyna að fá Dani Ceballos (22) miðjumann Real Madrid á láni. (Mirror)

Arsenal gæti haft betur gegn Tottenham í baráttunni um Ceballos. (Marca)

Arsenal er tilbúið að láta Calum Chambers (24), Carl Jenkinson (27) and Mohamed Elneny (26) fara sem hluta af kaupverðinu fyrir Wilfried Zaha (26) leikmann Crystal Palace. Arsenal bauð 40 milljónr punda í Zaha á dögunum en því tilboði var hafnað. (Mirror)

Manchester City vill halda Fabian Delph (29) innan sinna raða þrátt fyrir sögusagnir um annað. (Metro)

Wolves og West Ham eru á meðal félaga sem vilja fá Edson Alvarez (21) varnarmann America í Mexíkó. (Marca Claro)

Aston Villa, Brighton, Bournemouth og Wolves hafa öll áhuga á Harry Wilson (22) kantmanni Liverpool en hann var í láni hjá Derby á síðasta tímabili. (Birmingham Mail)

Juan Mata, miðjumaður Manchester United, hafnaði samningstilboði frá Shanghai SIPG upp á 550 þúsund pund í vikulaun til að gera nýjan samning á Old Trafford. (90Min)

Mata segist hafa skrifað undir nýjan samning því United sé eitt af þremur eða fjórum stærstu félögum heims. (MUTV)
Athugasemdir
banner
banner