lau 11. júlí 2020 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool tapaði stigum á Anfield - Ótrúlegt en satt
Robertson fer niður eftir tæklingu hjá Jóhanni Berg.
Robertson fer niður eftir tæklingu hjá Jóhanni Berg.
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 1 Burnley
1-0 Andrew Robertson ('34 )
1-1 Jay Rodriguez ('69 )

Liverpool gerði jafntefli gegn Burnley þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Er þetta í fyrsta sinn síðan í janúar 2019 að Liverpool tapar stigum á heimavelli í deildinni.

Liverpool byrjaði mikið betur og komst sanngjarnt yfir þegar Andy Robertson skoraði með skalla á 34. mínútu. Fabinho átti sendinguna.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en bæði lið hefðu getað skorað áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist.

Roberto Firmino átti skot í stöngina í byrjun seinni hálfleiks og var þar næstum því búinn að tvöfalda forystuna. En ef þú nýtir ekki færin þá er þér oft refsað. Burnley refsaði á 69. mínútu þegar Jay Rodriguez skoraði með góðu skoti.

Burnley náði að halda út og landa stiginu. Þeir hefðu nú bara getað stolið þessu undir lokin. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður fyrir Burnley á 65. mínútu og hann var ekki langt frá því að skora þegar hann átti skot í slána þegar um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Liverpool er með 93 stig á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir. Stigametið í deildinni eru 100 stig. Burnley er í níunda sæti.

Klukkan 16:30 hefst leikur Sheffield United og Chelsea. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Önnur úrslit:
England: Antonio felldi Norwich með fernu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner