Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. ágúst 2020 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Þrjú smit hjá andstæðingum Víkings R. - Deildinni frestað til 22. ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Slóvensku deildinni hefur verið frestað til 22. ágúst eftir að þrjú smit komust upp hjá Ljubljana í dag. Liðið mætir Víkingi R. í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar þann 27. ágúst.

Dregið var í forkeppni Evrópudeildarinnar á sunnudaginn en Víkingur R. dróst gegn Ljubljana frá Slóveníu.

Liðin mætast þann 27. ágúst en nú er komið babb í bátinn. Slóvenska deildin átti upphaflega að hefjast á morgun en hefur verið frestað til 22. ágúst þar sem þrjú smit voru greind í leikmannahópnum hjá Ljubljana.

Leikmenn liðsins eru því komnir í sóttkví á meðan Víkingur hefur leik að nýju í Pepsi Max-deildinni um helgina. Víkingur á að mæta Ljubljana í Slóveníu.

Það hefur gengið á ýmsu varðandi forkeppni Evrópudeildarinnar en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, er æf yfir því að leikmenn Celtic og Aberdeen brutu reglur vegna kórónuveirunnar á dögunum.

Búið er að fresta næstu tveimur leikjum liðanna og gæti farið svo að Celtic spilar við KR utan Skotlands eða þá að KR-ingum verði dæmdur sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner