Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 11. ágúst 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri fór á hestbak á nafna sínum í miðjum leik (myndir)
Í aðdraganda atviksins.
Í aðdraganda atviksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Leiknis og Keflavíkur á mánudagskvöld var svokallaður fjögurra Sindra leikur þar sem fjórir leikmenn á vellinum báru nafnið Sindri. Þrír þeirra voru í byrjunarliði Keflavíkur og svo kom Sindri Björnsson inn á hjá Leikni í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

Sindri Björnsson og nafni hans Sindri Snær Magnússon fóru í návígi eftir tæplega 40 mínútna leik sem endaði með því að Sindri Snær fór á hestbak á Sindra Björns.

Eða hestbak? Dæmi hver fyrir sig, atvikið minnir undirritaðan einnig á nautreiðar (e. bullriding).

Hinir Sindrarnir tveir voru þeir Sindri Þór Guðmundsson (hægri bakvörður í leiknum) og Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.

Hafliði Breiðfjörð var með myndavélina að vopni og náði myndum af atvikinu.
Athugasemdir
banner
banner