Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. ágúst 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skaut á Þór/KA sem vildi ekki flýta leiknum - „Allavega góð rútuferð heim"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Afturelding vann sterkan 1-0 sigur á Þór/KA á þriðjudagskvöldið en liðið komst yfir þegar leikurinn var rúmlega 30 sekúndna gamall.


Þór/KA sótti án afláts til loka fyrri hálfleiks án þess að ná að skora. Leikurinn jafnaðist út í síðari hálfleik og Afturelding kreisti fram þrjú stig.

Alexander Aron Davorsson var í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn þar sem hann skaut á Þór/KA. Afturelding bað um að fá að flýta leiknum um hálftíma til að geta flogið heim en Þór/KA vildi það ekki.

„Þór/KA vildi ekki færa leikinn til klukkan fimm svo við næðum flugi heim, ég held að það hafi mótiverað leikmennina allsvakalega þannig þetta verður allavega góð rútuferð til baka, við getum orðað það þannig," sagði Alexander.

Afturelding klóraði sig frá botninum og situr í næst neðsta sæti eftir leikinn aðeins stigi á eftir Þór/KA.


Alexander: Hægt að búa til bíómynd um Aftureldingarliðið í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner