Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 11. ágúst 2023 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Sögulínan þróaðist einhvernveginn öll í þessa átt og við gengum inn í það
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks ásamt Öglu Maríu eftir leik.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks ásamt Öglu Maríu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Betra liðið vann í dag. Víkingur kom með gríðarlega stemningu inn í leikinn og ég ræddi það svo sem fyrir leikinn að á svona degi þá getur það svolítið haft áhrif inn í þetta og við vorum bara ekki á deginum okkar í dag." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir tapið  gegn Víkingum í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Breiðablik kom inn í einvígið í kvöld sem sigurstranglegri aðilinn fyrir einvígið en þær sitja á toppi Bestu deildarinnar á meðan mótherjar þeirra í Víking sitja á toppi Lengjudeildarinnar en allt kom fyrir ekki og það voru Víkingar sem fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Við vorum ekki alveg tilbúnar í þetta og fáum þar að leiðandi mark á okkur strax á fyrstu mínútu og það litar auðvitað leikinn og þó við náum að sækja jöfnunarmark að þá fáum við á okkur annað mark rétt fyrir leikhlé og því miður höfðum við það ekki hjá okkur að koma tilbaka eftir það þó að við hefðum í raun gert allt sem að við gátum til þess að reyna það." 

„Það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang eftir þetta mark en það var þó sterkt að ná allavega að jafna ef að helvítis annað markið þeirra hefði ekki komið fyrir leikhlé þá hefði kannski leikmyndin orðið önnur." 

„Það voru alveg móment hjá okkur í seinni hálfleik til þess að jafna leikinn en afþví að það datt ekki inn að þá vorum við farnar að henda öllu fram á við þegar líða fór á leikinn og vorum kannski fáliðaðar tilbaka þegar að þriðja markið kemur." 

Breiðablik mætti til leiks með heldur þunnan hóp og lentu í áfalli strax í fyrri hálfleik þegar Hafrún Rakel meiðist og þarf að fara útaf.

„Það var mikið sjokk og mikið áfall og bara gríðarlega svekkjandi og við máttum bara ekki við því." 

„Við eyddum mikilli orku og miklum tíma í að reyna fylla inn í hópinn í vikunni og gerðum okkar besta í því. Við þurfum að skoða það betur um helgina og í framhaldinu hvað við gerum varðandi hópinn." 

Breiðablik var eins og fyrr segir álitin stekrari aðilinn en sögulínan fyrir leik var máluð upp sem öskubuskuævintýri Víkinga. 

„Sögulínan þróaðist einhvernveginn öll í þessa átt bara og við gengum inn í það og þær gengu á lagið." 

Nánar er rætt við Ásmund Arnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner