Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 11. ágúst 2023 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Sögulínan þróaðist einhvernveginn öll í þessa átt og við gengum inn í það
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks ásamt Öglu Maríu eftir leik.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks ásamt Öglu Maríu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Betra liðið vann í dag. Víkingur kom með gríðarlega stemningu inn í leikinn og ég ræddi það svo sem fyrir leikinn að á svona degi þá getur það svolítið haft áhrif inn í þetta og við vorum bara ekki á deginum okkar í dag." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir tapið  gegn Víkingum í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Breiðablik kom inn í einvígið í kvöld sem sigurstranglegri aðilinn fyrir einvígið en þær sitja á toppi Bestu deildarinnar á meðan mótherjar þeirra í Víking sitja á toppi Lengjudeildarinnar en allt kom fyrir ekki og það voru Víkingar sem fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Við vorum ekki alveg tilbúnar í þetta og fáum þar að leiðandi mark á okkur strax á fyrstu mínútu og það litar auðvitað leikinn og þó við náum að sækja jöfnunarmark að þá fáum við á okkur annað mark rétt fyrir leikhlé og því miður höfðum við það ekki hjá okkur að koma tilbaka eftir það þó að við hefðum í raun gert allt sem að við gátum til þess að reyna það." 

„Það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang eftir þetta mark en það var þó sterkt að ná allavega að jafna ef að helvítis annað markið þeirra hefði ekki komið fyrir leikhlé þá hefði kannski leikmyndin orðið önnur." 

„Það voru alveg móment hjá okkur í seinni hálfleik til þess að jafna leikinn en afþví að það datt ekki inn að þá vorum við farnar að henda öllu fram á við þegar líða fór á leikinn og vorum kannski fáliðaðar tilbaka þegar að þriðja markið kemur." 

Breiðablik mætti til leiks með heldur þunnan hóp og lentu í áfalli strax í fyrri hálfleik þegar Hafrún Rakel meiðist og þarf að fara útaf.

„Það var mikið sjokk og mikið áfall og bara gríðarlega svekkjandi og við máttum bara ekki við því." 

„Við eyddum mikilli orku og miklum tíma í að reyna fylla inn í hópinn í vikunni og gerðum okkar besta í því. Við þurfum að skoða það betur um helgina og í framhaldinu hvað við gerum varðandi hópinn." 

Breiðablik var eins og fyrr segir álitin stekrari aðilinn en sögulínan fyrir leik var máluð upp sem öskubuskuævintýri Víkinga. 

„Sögulínan þróaðist einhvernveginn öll í þessa átt bara og við gengum inn í það og þær gengu á lagið." 

Nánar er rætt við Ásmund Arnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner