
„Ótrúlega ánægður með sigurinn, þetta var leikur sem við áttum að klára miklu fyrr. Fullt af færum og við nýttum þau illa. Við vorum klárlega mikið betra lið í leiknum, gáfum þeim fullmikið fannst mér þegar leið á senni hálfleikinn. Við leyfðum þeim að komast of nálægt teignum okkar en við sigldum þessu heim. Þrjú stig og góður karakter hjá strákunum.” Þetta sagði Vigfús, þjálfari Leiknis, eftir 2-1 sigur á Gróttu í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 Grótta
Vigfús var spurður út í stemninguna í hópnum eftir frábært gengi liðsins síðastliðnar vikur. „Hún er frábær. Maður er sem þjálfari alltaf að hugsa, það er svo létt yfir strákunum og þeir eru svo jolly, eru þeir með fókus á næsta verkefni? En með sigrunum kemur sjálfstraust og það verður náttúrulega léttara yfir öllu, æfingarnar verða einfaldari og við farnir að trúa því að við vinnum alla leiki og það er orðið helvíti erfitt að keppa við okkur. “
Spilaðist leikurinn eins og þið lögðuð upp með?„Já hann gerði það í fyrri hálfleiknum klárlega og við gerðum vel á boltanum og komumst í fínar stöður, sköpuðum færi. Seinni hálfleikur, þá misstum við aðeins kontról á leiknum og héldum verr í boltann, vorum að finna miðjumennina okkar sjaldnar og leyfðum þeim svona fullmikið að setja bolta á teiginn okkar. Það er eitthvað sem við þurfum að læra, við þurfum að ganga frá svona leikjum.”
„Við þurfum bara að halda áfram á sömu braut, safna þremur stigum til þess að ná markmiðum okkar. Við erum að spila aftur í næstu viku og við þurfum bara að byrja að æfa og recovera vel og taka svo tvær æfingar í næstu viku og undirbúa okkur undir þann leik.”
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir