Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 11. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Kane neitaði að taka á móti bikarnum gegn Tottenham
Mynd: Getty Images

Evrópsku liðin eru í lokaundirbúningi fyrir tímabilið sem fer senn að hefjast.

Tottenham og Bayern mættust í æfingaleik í gær og kepptu um Visit Malta bikarinn.


Bayern vann leikinn 3-2 en Dejan Kulusevski kom Tottenham yfir. Dayot Upamecano, Serge Gnabry og Thomas Muller skoruðu mörk Bayern áður en Kulusevski klóraði í bakkann með sínu öðru marki í leiknum.

Það hefur vakið athygli að Harry Kane vildi ekki eiga þann heiður að taka á móti bikarnum gegn sínum gömlu félögum.

PSG og RB Leipzig skildu jöfn 1-1 á heimavelli Leipzig. Everton og Roma gerðu einnig 1-1 jafntefli þar sem Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin fyrir Everton.

Harvey Barnes tryggði Newcastle 1-0 sigur á Brest. Þá skoraði Emile Smith Rowe í 2-0 sigri Fulham á Hoffenheim en þetta var annað mark hans í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir félagið eftir komuna frá Arsenal.

Danny Welbeck skoraði tvö mörk þegar Brighton vann Villarreal 4-0. Þá vann Bournemouth 3-2 sigur á Girona.


Athugasemdir
banner
banner
banner