Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 11. ágúst 2024 22:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu
Ómar í leik kvöldsins
Ómar í leik kvöldsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hundsvekktur, sama tilfinning og eftir Víkingsleikinn. Súrt leikhlé eftir hvað við lögðum á okkur í fyrri hálfleiknum og við náðum ekki að rífa okkur upp úr því."

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

Jónatan Ingi Jónsson kom Val í 2-1 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks eftir flottan fyrri hálfleik heilt yfir hjá HK.

„Mér fannst við spila mjög vel fram að því, menn lögðu mikið á sig og svo gerist. Menn voru súrir í hálfleik og menn minnkuðu við þetta. Lengst af var þetta flott en við missum einbeitingu og gefum færi á okkur sem kosta okkur of mikið"

Ívar Örn Jónsson fékk dæmt á sig rautt spjald og vítaspyrnu í upphafi leiks.

„Það var erfitt að dæma eitthvað annað. Hann var ekki að reyna við boltann og ef hann togar í hann var ekki annað í stöðunni en að dæma rautt. Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu að þurfa spila 80 mínútur einum færri. Þetta er slæm ákvörðun. Færið var þröngt og það var vont að reyna ekki við boltann og bjóða upp á þetta."

Næsti leikur er lykilleikur fyrir HK í botnbaráttunni en þá tekur liðið á móti Fylki í Kórnum.

„Við höfum tapað fyrir þeim í deild og bikar og verið ósáttir við frammistöðuna og jafnvel meira en í dag og gegn Víking. Við þurfum að skrúfa hausinn rétt á okkur og undirbúa okkur vel fyrir þann leik."

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner