Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
banner
   sun 11. ágúst 2024 22:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu
Ómar í leik kvöldsins
Ómar í leik kvöldsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hundsvekktur, sama tilfinning og eftir Víkingsleikinn. Súrt leikhlé eftir hvað við lögðum á okkur í fyrri hálfleiknum og við náðum ekki að rífa okkur upp úr því."

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

Jónatan Ingi Jónsson kom Val í 2-1 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks eftir flottan fyrri hálfleik heilt yfir hjá HK.

„Mér fannst við spila mjög vel fram að því, menn lögðu mikið á sig og svo gerist. Menn voru súrir í hálfleik og menn minnkuðu við þetta. Lengst af var þetta flott en við missum einbeitingu og gefum færi á okkur sem kosta okkur of mikið"

Ívar Örn Jónsson fékk dæmt á sig rautt spjald og vítaspyrnu í upphafi leiks.

„Það var erfitt að dæma eitthvað annað. Hann var ekki að reyna við boltann og ef hann togar í hann var ekki annað í stöðunni en að dæma rautt. Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu að þurfa spila 80 mínútur einum færri. Þetta er slæm ákvörðun. Færið var þröngt og það var vont að reyna ekki við boltann og bjóða upp á þetta."

Næsti leikur er lykilleikur fyrir HK í botnbaráttunni en þá tekur liðið á móti Fylki í Kórnum.

„Við höfum tapað fyrir þeim í deild og bikar og verið ósáttir við frammistöðuna og jafnvel meira en í dag og gegn Víking. Við þurfum að skrúfa hausinn rétt á okkur og undirbúa okkur vel fyrir þann leik."

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner