Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 11. ágúst 2024 22:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu
Ómar í leik kvöldsins
Ómar í leik kvöldsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hundsvekktur, sama tilfinning og eftir Víkingsleikinn. Súrt leikhlé eftir hvað við lögðum á okkur í fyrri hálfleiknum og við náðum ekki að rífa okkur upp úr því."

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

Jónatan Ingi Jónsson kom Val í 2-1 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks eftir flottan fyrri hálfleik heilt yfir hjá HK.

„Mér fannst við spila mjög vel fram að því, menn lögðu mikið á sig og svo gerist. Menn voru súrir í hálfleik og menn minnkuðu við þetta. Lengst af var þetta flott en við missum einbeitingu og gefum færi á okkur sem kosta okkur of mikið"

Ívar Örn Jónsson fékk dæmt á sig rautt spjald og vítaspyrnu í upphafi leiks.

„Það var erfitt að dæma eitthvað annað. Hann var ekki að reyna við boltann og ef hann togar í hann var ekki annað í stöðunni en að dæma rautt. Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu að þurfa spila 80 mínútur einum færri. Þetta er slæm ákvörðun. Færið var þröngt og það var vont að reyna ekki við boltann og bjóða upp á þetta."

Næsti leikur er lykilleikur fyrir HK í botnbaráttunni en þá tekur liðið á móti Fylki í Kórnum.

„Við höfum tapað fyrir þeim í deild og bikar og verið ósáttir við frammistöðuna og jafnvel meira en í dag og gegn Víking. Við þurfum að skrúfa hausinn rétt á okkur og undirbúa okkur vel fyrir þann leik."

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner