Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 11. september 2021 16:43
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds pirraður: Lélegasta frammistaða í sögu Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð gjörsamlega til háborinnar skammar fyrri hálfleikurinn hjá okkur en skömminni skárri í seinni en heilt yfir áttum við ekki neitt skilið." sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis sem var eðlilega pirraður í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Leiknir R.

Sigurður Höskuldsson var spurður afhverju liðið hafi komið svona til leiks.

„Það er nefnilega spurningin sem ég hef ekki svör við."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvernig Leiknir horfir á framhaldið miða við stöðuna sem liðið er í.

„Leikmenn þurfa bara að spila upp á það að eiga skilið að vera í Leiknistreyjunni. Við erum ekki búnir að vinna útileik, þessi frammistaða hérna sem átti að keyra okkur inn í þessa þrjá síðustu leiki hún var gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Við þurfum einhvern kraft inn í þessa tvo síðustu leiki. Planið var að keyra á eins mörg stig og við gætum í lokaumferðunum. Við erum ekki sloppnir og við þurfum að klára þetta eins og menn."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvort hann væri ósáttur við einhverja einstaka leikmenn eða liðið í heild sinni í dag.

„Það eru ofboðslega margir leikmenn sem ég er ósáttur út í. Þetta hlýtur að hafa verið lélegasta frammistaða í sögu Leiknis þessi fyrri hálfleikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner