Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 11. september 2021 16:43
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds pirraður: Lélegasta frammistaða í sögu Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð gjörsamlega til háborinnar skammar fyrri hálfleikurinn hjá okkur en skömminni skárri í seinni en heilt yfir áttum við ekki neitt skilið." sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis sem var eðlilega pirraður í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Leiknir R.

Sigurður Höskuldsson var spurður afhverju liðið hafi komið svona til leiks.

„Það er nefnilega spurningin sem ég hef ekki svör við."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvernig Leiknir horfir á framhaldið miða við stöðuna sem liðið er í.

„Leikmenn þurfa bara að spila upp á það að eiga skilið að vera í Leiknistreyjunni. Við erum ekki búnir að vinna útileik, þessi frammistaða hérna sem átti að keyra okkur inn í þessa þrjá síðustu leiki hún var gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Við þurfum einhvern kraft inn í þessa tvo síðustu leiki. Planið var að keyra á eins mörg stig og við gætum í lokaumferðunum. Við erum ekki sloppnir og við þurfum að klára þetta eins og menn."

Sigurður Höskuldsson var spurður hvort hann væri ósáttur við einhverja einstaka leikmenn eða liðið í heild sinni í dag.

„Það eru ofboðslega margir leikmenn sem ég er ósáttur út í. Þetta hlýtur að hafa verið lélegasta frammistaða í sögu Leiknis þessi fyrri hálfleikur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner