„Fyrstu viðbrögð gjörsamlega til háborinnar skammar fyrri hálfleikurinn hjá okkur en skömminni skárri í seinni en heilt yfir áttum við ekki neitt skilið." sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis sem var eðlilega pirraður í leikslok.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 1 Leiknir R.
Sigurður Höskuldsson var spurður afhverju liðið hafi komið svona til leiks.
„Það er nefnilega spurningin sem ég hef ekki svör við."
Sigurður Höskuldsson var spurður hvernig Leiknir horfir á framhaldið miða við stöðuna sem liðið er í.
„Leikmenn þurfa bara að spila upp á það að eiga skilið að vera í Leiknistreyjunni. Við erum ekki búnir að vinna útileik, þessi frammistaða hérna sem átti að keyra okkur inn í þessa þrjá síðustu leiki hún var gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Við þurfum einhvern kraft inn í þessa tvo síðustu leiki. Planið var að keyra á eins mörg stig og við gætum í lokaumferðunum. Við erum ekki sloppnir og við þurfum að klára þetta eins og menn."
Sigurður Höskuldsson var spurður hvort hann væri ósáttur við einhverja einstaka leikmenn eða liðið í heild sinni í dag.
„Það eru ofboðslega margir leikmenn sem ég er ósáttur út í. Þetta hlýtur að hafa verið lélegasta frammistaða í sögu Leiknis þessi fyrri hálfleikur."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir