Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. september 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Alaba um Bellingham: Einn hæfileikaríkasti miðjumaður heims
David Alaba
David Alaba
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Alaba, leikmaður Real Madrid á Spáni, segir Jude Bellingham einn efnilegasta miðjumann heims.

Bellingham hefur fengið að vaxa og dafna síðan hann kom til Borussia Dortmund frá Birmingham fyrir tveimur árum.

Englendingurinn þykir með bestu miðjumönnum heims þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.

Liverpool, Real Madrid og Manchester United eru meðal þeirra liða sem ætla sér að krækja í hann á næsta ári, en það er spurning hvort Madrídingar séu þegar byrjaðir að leggja í herferð til að næla í hann.

Alaba, sem kom til Madrídinga á frjálsri sölu frá Bayern München á síðasta ári, segir Bellingham einn hæfileikaríkasta miðjumann í heimi.

„Ef ég tala um Bellingham sem leikmann þá get ég sagt það að hann er einhver allra hæfileikaríkasti miðjumaður heims og það á svona ungum aldri. Hann er 19 ára gamall og hann leiðir liðið, fer ekki í felur og getur ráðið úrslitum leikja bara með því hvernig hann spilar," sagði Alaba við þýska miðilinn Welt.
Athugasemdir
banner
banner