Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bissouma tæpur fyrir grannaslaginn
Mynd: Getty Images
Mönnum virðist fara fækkandi sem geta tekið þátt í grannaslagnum um helgina þar sem Tottenham fær Arsenal í heimsókn.

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hafa meiðst á ökkla í sigri Noregs gegn Austurríki í Þjóðadeildinni.

Yves Bissouma skoraði sigurmark Malí gegn Esvatíni í undankeppni Afríkumótsins í gær en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það er ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann gæti verið fjarverandi um helgina.

Tottenham dæmdi miðjumanninn í bann eftir að hann birti myndband þar sem hann var að anda að sér hlátursgasi. Hann missti af fyrsta leik tímabilsins en hefur spilað síðustu tvo. Hann skoraði stórkostlegt mark í 4-0 sigri á Everton og lék í tapi gegn Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner