
„Svekkelsi. Þetta er pirrandi tapleikur. Mér finnst við eiga að fá allavega stig út úr þessum leik," sagði Jón Daði Böðvarsson eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Frakkland
„Þeir vinna þennan leik á þessu ódýra víti, ég veit ekki með það. Mér fannst við ekki skapa okkur mikið af færum. Þeir voru agaðir og 'balanceraðir' erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við getum samt alltaf skorað en það gekk í dag, það fór eins og fór."
Jón Daði kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist snemma leiks.
„Ég hafði það kannski á tilfinningunni að maður myndi koma inn á og spila síðasta korterið eða tuttugu mínúturnar. Það kemur óvænt upp að Jói meiðist. Manni er hent út á kantinn og maður verður að vera tilbúinn um leið og gera það besta úr því. Skilaboðin voru að verjast vel og sækja hratt á þá og reyna að komast bakvið þá. Ég gerði mitt besta í því."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir