Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Ashley Young með kórónaveiruna
Ashley Young
Ashley Young
Mynd: Getty Images
Ashley Young, leikmaður Inter á Ítalíu, er með Covid-19, en ítalska félagið greindi frá þessu í gær.

Þessi 35 ára gamli bakvörður gekk til liðs við Inter í janúar eftir að hafa spilað með Manchester United í níu ár.

Hann hefur tekið þátt í öllum leikjum Inter í ítölsku deildinni á þessari leiktíð en hann byrjaði fyrstu tvo leikina en kom svo af bekknum í 1-1 jafnteflinu gegn Lazio fyrir landsleikjahlé.

Young fór í skimun fyrir Covid-19 á laugardaginn og var prófið jákvætt. Hann mun því fylgja settum reglum og verður því í einangrun næstu tvær vikurnar.

Þetta er þriðja smitið á stuttum tíma úr herbúðum Inter en Alessandro Bastoni og Milan Skriniar eru einnig með veiruna.

Hann missir því af nágrannaslagnum við AC Milan en leikurinn fer fram næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner