banner
   sun 11. október 2020 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spurður út í ummæli Jóa Kalla - „Eriksen er alls ekki latur leikmaður"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolti.net ræddi við Kenneth Møller Pedersen hjá danska útvarpinu eftir leikinn í kvöld. Kenneth var spurður út í Christian Eriksen og hans vinnuframlag á vellinum.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var sérfræðingur í útsendingu Stöð 2 Sport í kvöld og sagði: „Christian Eriksen er á hraðri niðurleið með ferilinn miðað við það var fyrir örfáum árum síðan. Ég held að það sé að stærstu leyti vegna þess að hann nennir ekki að hlaupa lengur. Fótbolti er bara ekki þannig í dag að þú getur komist upp með að vera góður á boltanum en ekki nennt að hlaupa," sagði Jói Kalli fyrir leik.

„Eriksen er alls ekki latur leikmaður og hlaupatölurnar hjá Tottenham sýna að hann var alltaf við toppinn í kílómetrafjölda. Hann er ekki þessi lúxusleikmaður," sagði Kenneth.

„Það sem stundum er sett spurningarmerki við er hans leiðtogahæfni og hans útgeislun eða tjáning á vellinum. Það er stundum eins og hann nenni þessu ekki of mikið. Í danska liðinu er hann vinnusamur leikstjórnandi og hann hleypur alltaf fyrir liðið. Þú sást svo sprettinn í öðru markinu."

„Það er ljóst að hann þarf að fara frá Inter. Hann er ekki leikmaður sem hentar Antonio Conte. Hann þyrfti að fara til annars félags á Ítalíu eða halda til annars lands og prófa sig þar."


Gylfi leikmaður sem á að spila hjá Everton
Kenneth var einnig spurður út í samanburð við Gylfa Þór Sigurðsson en þeir Gylfi og Eriksen hafa oft verið nefndir í sömu andrá þegar Íslendingar ræða um enska boltann.

„Við Danir vorum svolítið að bera þá saman þegar þeir léku saman hjá Tottenham en minna síðan. Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa og hann er klárlega leikmaður sem á að spila í 'áttunni' hjá Everton eða jafnvel sexunni þar sem hann er ekki með mesta hraðann," sagði Kenneth.
Athugasemdir
banner
banner