Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   fös 11. október 2024 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
„Fótbolti er galin íþrótt stundum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var mættur á fréttamannafund eftir leik kvöldins. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales, en í hálfeik var staðan 2-0 fyrir Wales. Íslandingar komu svo miklu betur inn í seinni hálfleikinn og jöfnuðu metin, og hefðu getað stolið sigrinum.


„Fótbolti er galin íþrótt stundum, maður undirbýr sig eins vel og maður getur, og sérstaklega geng styrkleikum mótherjans. Maður gerir mistök í fótbolta og stundum er manni refsað fyrir þau. Við vorum undir í hálfleik og þruftum að gera breytingar. Ég verð að hrósa liðinu fyrir að koma til baka í seinni hálfleik þar sem við spiluðum virkilega góðan fótbolta. Við vorum aggresívari og það var erfiðara að spila gegn okkur. Mér finnst, miðað við færin sem við fengum að við hefðum átt að vinna. Það er einu vonbrigðin, en andinn í liðinnu er mjög góður og við spiluðum virkilega góðan fótbolta, mögulega þann besta sem við höfum gert. Það er bara að taka tækfærin okkar, við þurfum að vinna meira að því, en það þarf að gera það í félagsliðunum, við höfum engan tíma í það á okkar æfingum."

Age segist ekki hafa sagt neitt mikið í hálfleik heldur voru það aðallega skiptingarnar sem voru þarfar.

„Ég sagði nú ekki mikið, ég gerði bara tvær breytingar. Við töluðum um hvernig við gætum lyft okkur og að við vorum ekki sáttir með frammistöðuna, það vissu það allir. Við þurftum að varast góðu hlaupin frá þeirra sóknarmönnum og þétta varnarleikinn okkar en einnig að vera betri í pressunni. Þetta varð allt betra því að Logi kom inn og var mjög góður, Mikael kom inn og var mjög góður en það er hluti af fótboltanum. Það er þess vegna sem við erum með skiptingar. Þeir tveir sem fóru af velli, áttu kannski ekki sinn besta dag en þeir eru hluti af liðinu og þeir vita að þeir verða að vera 100% tilbúnir í landsleikjum. Þeir tveir sem komu inn á stóðu sig vel, og restin af liðinu stóð sig vel. Það er frekar svekkjandi að við enduðum ekki með 3 stig í kvöld."

Stefán Teitur Þórðarsson og Jón Dagur Þorsteinsson verða í banni í næsta leik eftir að hafa fengið gult spjald í þessum leik. 

„Við verðum að ræða saman og sjá hvað við erum með í hópnum. Hvort við séum með leikmenn í þessum stöðum sem við getum notað, og ef ekki þá köllum við inn leikmenn ef þörf er á. Það eru tveir leikmenn komnir í bann, slíkt gerist og við verðum bara að halda áfram. Leikmennirnir sem eru með okkur núna eru spenntir fyrir næsta leik, því það er alltaf góð reynsla að spila svona góðan hálfleik eins og við gerðum. Það hjálpar leikmönnunum að trúa á hvað við erum að gera, og ég held að við séum á réttri leið, þannig við höldum bara áfram að vinna að þessu."


Athugasemdir
banner
banner
banner