Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 11. nóvember 2014 17:23
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Brussel
Heimir: Ég og Lars sem betur fer ekki mikið á Twitter
Icelandair
Heimir í viðtali við Fótbolta.net í dag.
Heimir í viðtali við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Í ljósi þess hvaða leikmenn eru að spila fyrir Belga þá er þetta mjög erfiður leikur," segir Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Ísland um vináttuleikinn gegn Belgum annað kvöld.

,,Þetta er heimsklassa lið sem við erum að fara að spila á móti. Það skiptir miklu að fá að spila á móti góðum þjóðum eins og Belgum og það gefur mönnum heilmikið að mæta mönnum eins og Eden Hazard."

,,Þessi leikur á eftir að skila sér í reynslubankann. Auðvitað förum við í leikinn til að reyna að spila vel og vinna en við viðurkennum það líka að þetta verður mjög erfiður leikur."


Heimir og Lars Lagerback hafa gefið út að einhverjir leikmenn verði hvíldir í leiknum á morgun.

,,Við höfum verið með sama byrjunarlið í þrjá leiki í röð og við ætlum að reyna að gefa einhverjum leikmönnum frí, allavega hluta af þessum leik. Við munum örugglega sjá leikmenn sem hafa spilað lítið fyrir íslenska landsliðið fá tækifæri en hversu mikið verður að koma í ljós."

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belga, tillkynnti byrjunarliðið á Twitter í dag. Íslenska liðið verður kynnt á morgun en Heimir reiknar ekki með að nýta Twitter í það.

,,Sem betur fer erum við Lars ekki mikið á Twitter, þannig að það er engin hætta á því," sagði Heimir léttur.

Hér að neðan má sjá Twitter færslu Wilmots með byrjunarliðinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner