Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. nóvember 2020 16:04
Örvar Arnarsson
Búdapest
Erik Hamren vorkennir kollega sínum
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst þetta vera leiðinlegt fyrir hann," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag aðspurður út í Marco Rossi landsliðsþjálfara Ungverja.

Rossi greindist í dag með kórónuveiruna og verður ekki á hliðarlínunni í leiknum gegn Íslandi á morgun.

„Það er slæm staða í öllum heiminum. Ég vorkenni honum að missa af leiknum."

„Það hefði verið gaman að takast í hendur fyrir og eftir leik. Við einbeitum okkur auðvitað að okkar hlutum."

Ísland og Ungverjaland mætast í úrslitaleik um sæti á EM klukkan 19:45 annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner