Ísland þurfti að sætta sig við tap gegn Suður-Kóreu í vináttulandsleik í dag. Leikurinn fór fram í Suður-Kóreu.
Minkyu Song skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. „Guesung Cho fær boltann inn á teignum hægra megin, sýnir mikla yfirvegun og kemur boltanum yfir Höskuld, á Song, sem skorar með skalla í nærhornið. Laglega gert hjá heimamönnum," skrifaði Sæbjörn Steinke í beinni textalýsingu.
Það voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni sem byrjuðu fyrir Ísland í dag en það vantaði líka sterka leikmenn í lið Suður-Kóreu.
Ekki er annað hægt að segja en að sigurinn hafi verið verðskudaður, rétt eins og hjá Sádí-Arabíu gegn Íslandi á dögunum. Ísland átti góða kafla en Suður-Kórea var betra liðið í leiknum. Þeir Danijel Dejan Djuric og Daníel Hafsteinsson spiluðu sinn fyrsta landsleik.
Næst á dagskrá hjá Íslandi er Eystrasaltsbikarinn síðar í þessum mánuði. Þar mætum við með okkar sterkasta mögulega lið að mati landsliðsþjálfarana.
Athugasemdir