Erik ten Hag stjóri Manchester United er ekki ánægður með frammistöðu landa síns Donny Van de Beek hjá United að undanförnu.
Van de Beek hefur alls ekki náð að heilla á Old Trafford síðan hann kom til félagsins frá Ajax fyrir tveimur árum en þá var hollenska félagið undir stjórn Ten Hag.
„Ég hef séð hann betri í fortíðinni. Hann er að gera nokkuð vel í þessari stöðu. Hann verður samt að stíga upp," sagði Ten Hag.
„Mér finnst lán ekki meika sense. Annað hvort reynir hann að sanna sig í þessu umhverfi eða fer. Fyrir mér getur hann þetta ennþá. Það verður ekki auðvelt því samkeppnin er mikil."
Van de Beek var ekki valinn í landsliðshóp Hollands fyrir HM en þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur aðeins komið við sögu í 31 leik hjá United á þremur tímabilum. Þá var hann á láni hjá Everton í fyrra þar sem hann spilaði sjö leiki.