Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. nóvember 2022 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag um Donny: Annað hvort reynir hann að sanna sig eða fer
Mynd: EPA

Erik ten Hag stjóri Manchester United er ekki ánægður með frammistöðu landa síns Donny Van de Beek hjá United að undanförnu.


Van de Beek hefur alls ekki náð að heilla á Old Trafford síðan hann kom til félagsins frá Ajax fyrir tveimur árum en þá var hollenska félagið undir stjórn Ten Hag.

„Ég hef séð hann betri í fortíðinni. Hann er að gera nokkuð vel í þessari stöðu. Hann verður samt að stíga upp," sagði Ten Hag.

„Mér finnst lán ekki meika sense. Annað hvort reynir hann að sanna sig í þessu umhverfi eða fer. Fyrir mér getur hann þetta ennþá. Það verður ekki auðvelt því samkeppnin er mikil."

Van de Beek var ekki valinn í landsliðshóp Hollands fyrir HM en þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur aðeins komið við sögu í 31 leik hjá United á þremur tímabilum. Þá var hann á láni hjá Everton í fyrra þar sem hann spilaði sjö leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner