Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, var nýverið í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann kvaðst ósáttur við það að vera ekki í landsliðinu.
„Ég var í fyrsta landsliðshópnum hjá honum (Age Hareide) en meiddist svo og þurfti af þeim sökum að draga mig úr landsliðshópnum. Það er þjálfarinn sem velur hópinn en ég var ekki sáttur til að byrja með að vera ekki valinn og ekki sammála þeirri ákvörðun," sagði Birkir.
„Ég var í fyrsta landsliðshópnum hjá honum (Age Hareide) en meiddist svo og þurfti af þeim sökum að draga mig úr landsliðshópnum. Það er þjálfarinn sem velur hópinn en ég var ekki sáttur til að byrja með að vera ekki valinn og ekki sammála þeirri ákvörðun," sagði Birkir.
Birkir hefur verið að leika afar vel með Brescia á Ítalíu að undanförnu en landsliðsþjálfarinn, Age Hareide, var spurður út í Birki í viðtali við Fótbolta.net fyrir stuttu.
„Hann er alltaf í huga mínum. Hann á að vera óánægður," sagði Hareide en samkeppnin er mikil inn á miðsvæðinu.
„Ég þekki Birki vel því ég þjálfaði hann í Viking. Ég veit að hann vil spila fyrir Ísland og það er gott. Þetta snýst um hverja þú velur."
„Í augnablikinu erum við með hóp sem hefur verið að standa sig vel. Þú vilt halda þig við sömu leikmennina eins mikið og hægt er. Þú vilt byggja upp sambönd, það er mikilvægt," sagði landsliðsþjálfari Íslands.
Athugasemdir