Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. nóvember 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann á að vera óánægður"
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, var nýverið í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann kvaðst ósáttur við það að vera ekki í landsliðinu.

„Ég var í fyrsta landsliðshópn­um hjá hon­um (Age Hareide) en meidd­ist svo og þurfti af þeim sök­um að draga mig úr landsliðshópn­um. Það er þjálfar­inn sem vel­ur hóp­inn en ég var ekki sátt­ur til að byrja með að vera ekki val­inn og ekki sam­mála þeirri ákvörðun," sagði Birkir.

Birkir hefur verið að leika afar vel með Brescia á Ítalíu að undanförnu en landsliðsþjálfarinn, Age Hareide, var spurður út í Birki í viðtali við Fótbolta.net fyrir stuttu.

„Hann er alltaf í huga mínum. Hann á að vera óánægður," sagði Hareide en samkeppnin er mikil inn á miðsvæðinu.

„Ég þekki Birki vel því ég þjálfaði hann í Viking. Ég veit að hann vil spila fyrir Ísland og það er gott. Þetta snýst um hverja þú velur."

„Í augnablikinu erum við með hóp sem hefur verið að standa sig vel. Þú vilt halda þig við sömu leikmennina eins mikið og hægt er. Þú vilt byggja upp sambönd, það er mikilvægt," sagði landsliðsþjálfari Íslands.
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Athugasemdir
banner
banner