Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur með átta leikjum sem fara fram í kvöld.
Úrslitin eru þegar ráðin í A- og B-riðli þar sem PSG og FC Bayern eru búin að tryggja sér toppsætin. Real Madrid og Tottenham enda í öðru sæti riðlanna.
í A-riðli eru Club Brugge og Olympiakos að berjast um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Í B-riðli eru það Olympiakos og Rauða stjarnan sem mætast í úrslitaleik um þriðja sætið.
Manchester City er búið að vinna C-riðilinn og getur því teflt fram varaliði gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Shakhtar Donetsk og Atalanta eigast þá við í hörkuleik.
Aðeins tvö stig skilja á milli Shakhtar, Dinamo og Atalanta og því hart barist um 2. og 3. sæti riðilsins.
Að lokum er D-riðillinn þar sem Juventus er búið að tryggja sér toppsætið. Atletico Madrid og Bayer Leverkusen berjast um annað sætið en eiga ekki innbyrðisviðureign.
Atletico fær Lokomotiv í heimsókn frá Moskvu á meðan Leverkusen tekur á móti Juve. Þjóðverjarnir verða að treysta á jákvæð úrslit Lokomotiv í Madríd til að halda í vonina um annað sætið.
A-riðill:
20:00 PSG - Galatasaray
20:00 Club Brugge - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)
B-riðill:
20:00 FC Bayern - Tottenham (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Olympiakos - Rauða stjarnan
C-riðill:
17:55 Dinamo Zagreb - Man City (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Shakhtar Donetsk - Atalanta
D-riðill:
20:00 Atletico Madrid - Lokomotiv Moskva
20:00 Leverkusen - Juventus (Stöð 2 Sport 3)
E-riðill:
1. Liverpool
2. Napoli
3. Salzburg
4. Genk
F-riðill:
1. Barcelona
2. Dortmund
3. Inter
4. Slavia Prag
G-riðill:
1. Leipzig
2. Lyon
3. Benfica
4. Zenit
H-riðill:
1. Valencia
2. Chelsea
3. Ajax
4. Lille
Athugasemdir