Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 11. desember 2023 22:47
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn kýldur niður af forseta félagsins
Dómarinn Halil Umut Meler var kýldur niður af Faruk Koca, forseta MKE Ankaragucu.
Dómarinn Halil Umut Meler var kýldur niður af Faruk Koca, forseta MKE Ankaragucu.
Mynd: Getty Images
Dómari í tyrknesku úrvalsdeildinni var kýldur niður í grasið eftir leik MKE Ankaragucu og Caykur Rizespor. Forseti MKE óð inn á völlinn eftir að lið hans hafði fengið á sig jöfnunarmark þegar sjö mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Forsetinn Faruk Koca gaf dómaranum Halil Umut Meler þungt hnefahögg. Meler fékk svo fleiri högg á sig meðan hann lá í grasinu. Allt var á suðupunkti.

Meler fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi en nokkrir aðilar voru handteknir vegna málsins.

Forseti Tyrklands, Recep Erdogan, gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann fordæmir árásina á Meler og óskar honum skjóts bata. Erdogan segir að ofbeldi í íþróttum verði ekki liðið í landinu.

Galatasaray, eitt stærsta félag Tyrklands, hefur kallað eftir neyðarfundi vegna ástandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner