Dómari í tyrknesku úrvalsdeildinni var kýldur niður í grasið eftir leik MKE Ankaragucu og Caykur Rizespor. Forseti MKE óð inn á völlinn eftir að lið hans hafði fengið á sig jöfnunarmark þegar sjö mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Forsetinn Faruk Koca gaf dómaranum Halil Umut Meler þungt hnefahögg. Meler fékk svo fleiri högg á sig meðan hann lá í grasinu. Allt var á suðupunkti.
Forsetinn Faruk Koca gaf dómaranum Halil Umut Meler þungt hnefahögg. Meler fékk svo fleiri högg á sig meðan hann lá í grasinu. Allt var á suðupunkti.
Meler fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi en nokkrir aðilar voru handteknir vegna málsins.
Forseti Tyrklands, Recep Erdogan, gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann fordæmir árásina á Meler og óskar honum skjóts bata. Erdogan segir að ofbeldi í íþróttum verði ekki liðið í landinu.
Galatasaray, eitt stærsta félag Tyrklands, hefur kallað eftir neyðarfundi vegna ástandsins.
Athugasemdir