Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Meiðsli Mbappe ekki alvarleg
Mynd: Getty Images
Stjörnuleikmaðurinn Kylian Mbappe fór meiddur af velli í 3-2 sigri Real Madrid á Atalanta í gær en Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, segir meiðslin ekki alvarleg.

Mbappe skoraði tólfta mark sitt á tímabilinu er hann kom Madrídingum í forystu snemma leiks.

Markið var sérstaklega flott en hann tók frábæra fyrstu snertingu framhjá varnarmanni Atalanta áður en hann þrumaði boltanum í netið.

Hálftíma síðar lagðist Mbappe í grasið og bað um skiptingu, en Ancelotti er bjartsýnn á að hann verði ekki lengi frá.

„Þetta lítur ekki alvarlega út. Þetta var ofhleðsla,“ sagði Ancelotti.

Real Madrid vann þriðja leik sinn í keppninni í ár og ansi mikilvægan sigur í baráttu um að komast áfram í útsláttarkeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner