Franski vængmaðurinn Michael Olise var langbesti maður Bayern München í 5-1 sigrinum á Shakhtar í Meistaradeild Evrópu í gær, en seinna markið sem hann skoraði var eftir magnað einstaklingsframtak.
Olise er á sínu fyrsta tímabili með Bayern og hefur þegar heillað alla upp úr skónum.
Hann skoraði tvö og lagði upp eitt í leiknum og fékk verðlaunin sem maður leiksins.
Í seinna markinu fór hann framhjá fimm leikmönnum Shakhtar, plataði síðan markvörðinn og lagði boltann í autt markið.
„Mér leið eins og hann hefði hlaupið í gegnum tíu leikmenn. Þetta var eins og þegar þú færð stjörnuna í Mario Kart og enginn getur snert þig,“ sagði Konrad Laimer, liðsfélagi Olise, um markið.
???????????? GOAL | Shakhtar 1-5 Bayern Munich | Michael Olise
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) December 10, 2024
BEAUTIFUL SOLO GOAL FROM MICHAEL OLISE !!!!!!!!!!!!!!!pic.twitter.com/QGsnR1MZ5h
Athugasemdir