banner
   sun 12. janúar 2020 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu tæklinguna: Valverde fórnaði sér og var valinn bestur
Federico Valverde tæklar Alvaro Morata
Federico Valverde tæklar Alvaro Morata
Mynd: Getty Images
Federico Valverde, leikmaður Real Madrid, fórnaði sér fyrir liðið er hann fékk rautt spjald á 117. mínútu framlengingar í Ofurbikar Spánar gegn Atlético Madrid í Sádi Arabíu í kvöld.

Staðan var 0-0 þegar Alvaro Morata slapp í gegn. Valverde hljóp á eftir honum og ætlaði aldrei að reyna að ná boltanum. Hann tæklaði Morata og var í kjölfarið rekinn af velli.

Það sauð upp úr í kjölfarið en Real Madrid náði að halda út og vann liðið svo vítakeppnina.

Þetta minnir óneitanlega mikið á atvik frá HM 2010 er Luis Suarez, framherji Úrúgvæ, ákvað að verja með höndum á línu gegn Gana í 8-liða úrslitum og fórna sér fyrir liðið. Asamoah Gyan klúðraði vítaspyrnunni og fór það svo að Úrúgvæ vann leikinn í vítakeppni 4-2.

Valverde hefur lært eitthvað af landa sínum Suarez en hér fyrir neðan má sjá tæklinguna og svo þegar hann er valinn besti maður leiksins.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner