banner
   mið 12. janúar 2022 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bowen sá um Norwich
Jarrod Bowen.
Jarrod Bowen.
Mynd: EPA
West Ham 2 - 0 Norwich
1-0 Jarrod Bowen ('42 )
2-0 Jarrod Bowen ('83 )

Það var bæði spilað enska deildabikarnum og ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Í úrvalsdeildinni fór West Ham með sigur af hólmi gegn botnliði Norwich.

West Ham hefur verið að heilla mikið af fólki á þessu tímabili og velgengnin þar heldur bara áfram.

Jarrod Bowen var frábær í liði West Ham og hann skoraði á 42. mínútu eftir fyrirgjöf frá Vladimir Coufal. Sjö mínútum áður var mark dæmt af Bowen vegna rangstöðu.

West Ham var ekki upp á sitt besta en þeir gerðu nóg gegn slakasta liði deildarinnar - samkvæmt töflunni - í kvöld. Adam Idah komst nálægt því að jafna fyrir Norwich, en Lukasz Fabianski varði vel frá honum.

Bowen skoraði aftur á 83. mínútu og gerði út um leikinn. Hann hefði getað skorað fleiri mörk í þessum leik.

Lokatölur 2-0 fyrir West Ham, sem er núna í Meistaradeildarsæti. Hamrarnir eru í fjórða sæti með tveimur stigum meira en Arsenal, sem á þó leik til góða. Norwich er á botninum og það kæmi ekki á óvart að sjá þá leika í Championship á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner