Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   fim 12. janúar 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög vonsvikinn að geta ekki teflt Henderson fram gegn United
Frábær í gærkvöldi.
Frábær í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
„Ég var bara að pæla í því fyrst núna," sagði Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, eftir sigurinn á Wolves í gær. Hann var spurður út í Dean Henderson markvörð félagsins. Þarna var nýbúið að draga í undanúrslit deildabikarsins og ljóst að Forest myndi mæta Manchester United.

Henderson, sem var hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni, má ekki spila gegn United þar sem hann er á láni frá félaginu hjá Forest.

„Það er pirrandi eftir að hafa séð frammistöðuna hans í kvöld. Hann var stórkostlegur í vítaspyrnukeppninni, en hann var meira en góður í leiknum. Ég hef ekki náð að hugsa mikið um þetta, þetta er óheppilegt."

„Hann er hluti af hópnum okkar, mikilvægur hluti af hópnum og innvinklaður inn í hvernig við vinnum, hverju við erum að reyna ná fram. Til þess að ná því þarftu mjög góðan markvörð."

„Þessi tíðindi setja smá svartan blett á þetta afrek okkar,"
sagði Cooper.

Henderson var valinn besti maður vallarins í sigrinum á Wolves og hefur í raun verið með bestu leikmönnum liðsins á leiktíðinni. Hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni eftir að hafa varið fjögur skot í leiknum. Wayne Hennessey er varamarkvörður Forest.
Athugasemdir
banner
banner
banner