Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. febrúar 2021 20:10
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Þróttur vann Fjölni í sjö marka síðari hálfleik
Róbert gerði tvennu í kvöld.
Róbert gerði tvennu í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Þróttur 4-3 Fjölnir
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (´52)
1-1 Sam Hewson - Víti ('55)
1-2 Sigurpáll Melberg Pálsson ('75)
2-2 Róbert Hauksson ('78)
2-3 Hallvarður Óskar Sigurðarson ('80)
3-3 Róbert Hauksson ('82)
4-3 Lárus Björnsson ('86)

Fyrsta leik ársins í Lengjubikarnum er lokið en þá mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir á Eimskipsvellinum.

Leikurinn var í riðli 4 í A deild og var markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var hins vegar mjög fjörugur og komu alls sjö mörk í honum.

Fjölnismenn náðu forystunni í þrígang en alltaf komst Þróttur til baka. Guðmundur Karl Guðmundsson hóf markaveisluna áður en Sam Hewson jafnaði metin úr víti.

Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni aftur yfir en þremur mínútu síðar jafnaði Róbert Hauksson leikinn. Í þriðja skiptið komst Fjölnir yfir og var það Hallvarður Óskar Sigurðarson sem skoraði en tvö mörk fjögurra mínútna kafla tryggðu Þrótti stigin þrjú.
Athugasemdir
banner
banner
banner