Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 12. febrúar 2024 22:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Gallagher í aðalhlutverki í endurkomu Chelsea
Mynd: EPA

Crystal Palace 1 - 3 Chelsea
1-0 Jefferson Lerma ('30 )
1-1 Conor Gallagher ('47 )
1-2 Conor Gallagher ('90 )
1-3 Enzo Fernandez ('90 )


Crystal Palace og Chelsea skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jefferson Lerma kom Palace yfir þegar hann vann boltann við vítateig Chelsea. Hann lét vaða á markið og skoraði með glæsilegu skoti.

Chelsea var mun meira með boltann í fyrri hálfleik en náði ekki skoti að marki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar skot Conor Gallagher fór rétt framhjá en Gallagher var á láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð.

Chelsea mætti mun sterkari til leiks í seinni hálfleik og Gallagher var ekki lengi að bæta upp fyrir klúðrið í fyrri hálfleik.

Malo Gusto átti sendingu fyrir eftir tæplega tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og Gallagher negldi boltanum í netið.

Gallagher var aftur á ferðinni í uppbótatíma þegar Cole Palmer var með boltann inn á vítateig Palace og lagði boltann út á Gallagher sem lagði boltann í netið og fór langt með að tryggja sigur Chelsea.

Enzo Fernandez gulltryggði sigur Chelsea stuttu síðar, aftur eftir undirbúning Palmer.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner