Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 12. febrúar 2024 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak fer í aðgerð og missir af upphafi tímabilsins
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísak Snær Þorvaldsson mun missa af byrjun norsku úrvalsdeildarinnar með Rosenborg eftir að hafa gengist undir aðgerð á nára í dag.

Þetta kemur fram á heimasíðu Rosenborg.

„Við tókum ákvörðun að Ísak þyrfti að fara í aðgerð út af náravandræðum sem hafa verið að angra hann," segir Alfred Johansson, þjálfari Rosenborg.

„Hann mun því miður missa af næstu æfingaleikjum og verður ekki með í upphafi deildarinnar."

Rosenborg er á leið í æfingaferð til Marbella og verður Ísak ekki með liðinu þar.

Rosenborg hefur leik í norsku úrvalsdeildinni þann 1. apríl næstkomandi gegn Sandefjord.

Ísak er á leið inn í sitt annað tímabil með félaginu en hann skoraði fimm mörk í 18 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner