Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 12. febrúar 2024 15:44
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður í Indónesíu lést eftir að hafa orðið fyrir eldingu
Myndband af atvikinu hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndband af atvikinu hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Mynd: Skjáskot/Youtube
Fótboltamaður í Indónesíu lést eftir að hafa orðið fyrir eldingu á laugardaginn. Septain Raharja hét leikmaðurinn og var 35 ára.

Hann var að spila í viðureign Bandung og Subang þegar hann varð skyndilega fyrir eldingu.

Samkvæmt fjölmiðlum í Indónesíu var hann enn andandi eftir atvikið og keyrt var með hann á sjúkrahús en hann lést þar af slæmum brunasárum.

Mínútu þögn er fyrir leiki í Indónesíu eftir þetta óhugnalega atvik.

Á síðasta ári lést 21 árs brasilískur leikmaður sem varð fyrir eldingu á fótboltavellinum.Athugasemdir
banner
banner
banner