Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 12. febrúar 2024 10:59
Elvar Geir Magnússon
Meistarar Brasilíu komust ekki á Ólympíuleikana
Luciano Gondou skoraði fyrir Argentínu.
Luciano Gondou skoraði fyrir Argentínu.
Mynd: Getty Images
Ríkjandi Ólympíumeisturum Brasilíu mistókst að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004 sem Brasilía verður ekki meðal liða í fótboltakeppninni.

Brasilía hefur unnið gull í fótboltanum á síðustu tveimur Ólympíuleikum en liðið tapaði gegn Argentínu 1-0.

Luciano Gondou skoraði sigurmarkið á 77. mínútu með skalla og tryggði Argentínu sæti á leikunum.

Argentína vann gullið 2004 og 2008 en á Ólympíuleikunum spila U23 landslið í fótboltakeppninni. Þrír leikmenn í hverjum leikmannahópi mega þó vera eldri en 23 ára gamlir.

Paragvæ tryggði sér einnig sæti á leikunum í París.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner