Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vladan Djogatovic fær félagaskipti í Vestra (Staðfest)
Tók við sem markvarðarþjálfari félagsins í vetur
Vladan Djogatovic.
Vladan Djogatovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Vladan Djogatovic hefur fengið félagaskipti yfir í Vestra og verður til taks fyrir liðið ef á því þarf að halda.

Vladan var í vetur ráðinn markvarðarþjálfari Vestra en hann tók við því starfi af Brenton Muhammed.

Vladan kom hingað til lands árið 2019 og gekk til liðs við Grindavík þar sem hann lék í tvö tímabil áður en hann hélt norður og lék eitt tímabil með KA og síðan tvö tímabil hjá Magna á Grenivík.

Marvin Darri Steinarsson er eins og staðan er í dag aðalmarkvörður Vestra og svo er félagið með ungan markvörð sem heitir Benedikt Jóhann Þ. Snædal en hann var á bekknum í 2-2 jafntefli liðsins gegn Keflavík í Lengjubikarnum á dögunum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Vestri að leita sér að markverði til að berjast við Marvin Darra um stöðuna í byrjunarliðinu og þá er líklegt að Benedikt verði lánaður. Vestri hafði samið við danska markvörðinn Andreas Söndergaard í vetur en hann samdi svo við Hobro í Danmörku og kemur ekki.

Þessi félagaskipti Vladan eru hugsuð til þess að veita ákveðið öryggi ef meiðsli koma upp í markvarðarsveit Vestra í sumar.

Vestri spilar í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa farið með sigur af hólmi í umspilinu í Lengjudeildinni á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner