Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. mars 2023 16:22
Brynjar Ingi Erluson
Dýfa eða vítaspyrna? - „Þetta er aldrei brot"
Mynd: EPA
Enski framherjinn Marcus Rashford vildi fá vítaspyrnu á 77. mínútu leiksins gegn Southampton á Old Trafford í dag.

Rashford keyrði fram völlinn og inn í teiginn og mætti Gavin Bazunu, markvörður Southampton, honum á ferðinni.

Bazunu fór nálægt Rashford og í kjölfarið féll enski leikmaðurinn í grasið en það eru skiptar skoðanir á því hvort hann hafi fleygt sér í jörðina eða hvort Bazunu hafi í raun og veru snert hann.

Við fyrstu sýn þá leit ekki út fyrir að það væri snerting en önnur sjónarhorn gefa í skyn að Bazunu hafi hæft hann með hnénu. Dæmi nú hver fyrir sig. Anthony Taylor, dómari, leiksins dæmdi ekkert.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner