banner
   sun 12. mars 2023 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Wijnaldum skoraði í tapi - Vlahovic klúðraði víti
Gini Wijnaldum
Gini Wijnaldum
Mynd: EPA

Mourinho tekur út leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og reifst við fjórða dómarann í leik liðsins gegn Cremonese í síðustu viku.


Roma tapaði gegn Sassuolo í fjarveru Mourinho í miklum markaleik. Sassuolo komst í 2-0 áður en Nicola Salewski minnkaði muninn fyrir Roma.

Marash Kumbulla fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks þegar hann reif Domenico Berardi niður og sparkaði svo í afturendan á honum meðan hann lá í teignum.

Vítaspyrna var dæmd og Berardi sá sjálfur til þess að Sassuolo var með 3-1 forystu í hálfleik.

Paulo Dybala minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en hannn kom inn á sem varamaður strax í hálfleiknum. Andrea Pinamonti tryggði hins vegar Sassuolo stigin þrjú áður en Gini Wijnaldum klóraði í bakkann fyrir Roma með sínu fyrsta marki í ítölsku deildinni fyrir félagið.

Það var einnig markaleikur þegar Juventus og Sampdoria mættust í síðasta leik helgarinnar en staðan var 2-2 í hálfleik. Adrien Rabiot kom svo Juventus í forystu eftir rúmlega klukkutíma leik.

Örfáum mínútum síðar fékk Juventus vítaspyrnu eftir að Juan Cuadrado var sparkaður niður í teignum. Dusan Vlahovic steig á punktinn en hann setti boltann í stöngina.

Hinn 19 ára gamli Matias Soule kom inn á sem varamaður í liði Juventus og gulltryggði liðinu 4-2 sigur með marki í uppbótartíma.

Juventus 3 - 2 Sampdoria
1-0 Bremer ('11 )
2-0 Adrien Rabiot ('26 )
2-1 Tommaso Augello ('31 )
2-2 Filip Djuricic ('32 )
3-2 Adrien Rabiot ('64 )
3-2 Dusan Vlahovic ('69 , Misnotað víti)
4-2 Matias Soule ('90 )

Roma 3 - 4 Sassuolo
0-1 Armand Lauriente ('13 )
0-2 Armand Lauriente ('18 )
1-2 Nicola Zalewski ('26 )
1-3 Domenico Berardi ('45 , víti)
2-3 Paulo Dybala ('50 )
2-4 Andrea Pinamonti ('75 )
3-4 Georginio Wijnaldum ('90 )
Rautt spjald: Marash Kumbulla, Roma ('45)


Athugasemdir
banner
banner