Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   mið 12. mars 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Asensio að njóta sín í botn á Villa Park
Mynd: EPA
Marco Asensio hefur farið hamförum í undanförnum leikjum með Aston Villa en hann er búinn að skora tvö mörk gegn Club Brugge í kvöld.

Hann hefur skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum fyrir liðið en honum líður virkilega vel á Villa Park.

Hann hefur skorað tvennu í þremur síðustu leikjum liðsins á heimavelli.

Hann kom inn á í hálfleik í kvöld og kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Ian Maatsen bætti öðru markinu við og Asensio skoraði síðan þriðja markið.

Hann þekkir það vel að koma inn á sem varamaður en hann hefur skorað 12 mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í Meistaradeildinni á ferlinum.

Sjáðu fyrra markið hér
Sjáðu seinna markið hér

Athugasemdir
banner
banner