Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 12. maí 2022 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Fer í sex mánaða bann ef ég segi það sem mér finnst
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Rob Holding var rekinn af velli eftir rúman hálftíma
Rob Holding var rekinn af velli eftir rúman hálftíma
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í 3-0 tapi liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann vildi þó lítið tjá sig til að eiga ekki í hættu á að fara í bann.

Harry Kane skoraði tvívegis fyrir Tottenham í leiknum áður en Son Heung-Min gulltryggði sigurinn í byrjun síðari hálfleiks en Arsenal lék manni færri í klukkutíma eftir að Rob Holding var rekinn af velli fyrir að gefa Son olnbogaskot.

Það mátti setja spurningamerki við nokkur atriði í leiknum en vítaspyrnan þótti umdeilt er Cedric Soares og Rob Holding brutu á Son. Rauða spjaldið sem Holding fékk virkaði þó nokkuð sanngjarnt, enda hafði hann þegar brotið á son þrisvar sinnum og fengið gult spjald fyrir áður en hann fauk af velli.

„Ef ég segi þér það sem mér finnst þá fer ég í sex mánaða bann. Ég kann heldur ekki að ljúga þannig ég hef ákveðið að segja ekki það sem mér finnst," sagði Arteta.

„Ég er ekki óánægður með leikmennina mína. Ég er stoltur af þeim og ég vil að dómararnir mæti fyrir framan myndavél og útskýri þessar ákvarðanirnar. Þetta er algjör synd því fallegur leikur eins og þessi var eyðilagður í dag."

„Þeir tóku þess ákvörðun og við getum ekki breytt því. Það eru dómararnir sem taka ákvarðanirnar í fótboltanum."


Arsenal á tvo leiki eftir og er enn með þetta í sínum höndum.

„Þessi leikur er frá. Núna er það Newcastle. Þessi leikur er búinn og var gripinn úr okkar höndum og við verðum að sætta okkur við það. Við þurfum núna að vera þetta lið sem þið sáuð í byrjun leiksins í dag. Það er sárt að tapa fótboltaleik við aðstæður eins og þessar en við eigum risaleik á mánudag og við munum reyna að vinna þá."

„Við eigum bæði tvo leiki eftir og þetta er í okkar höndum og núna verðum við að klára dæmið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner