Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 12. maí 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Kórdrengir snúa aftur í Safamýrina
Stórleikur í Lengjudeildinni annað kvöld
Lengjudeildin
Kórdrengir spila í Safamýrinni í sumar.
Kórdrengir spila í Safamýrinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir spila sinn fyrsta heimaleik í Lengjudeildinni annað kvöld þegar liðið fær Fylki í heimsókn. Búast má við stórskemmtilegum leik tveggja liða sem spáð er toppbaráttu í deildinni.

Fylkir vann 3-1 heimasigur gegn KV í fyrstu umferð en liðinu er spáð sigri í deildinni. Kórdrengjum er spáð þriðja sæti en þeir töpuðu 1-0 gegn Þór fyrir norðan í síðustu umferð.

Leikur Kórdrengja og Fylkis verður klukkan 19:15 á morgun, föstudag. Leikurinn er spilaður í Safamýri en sá völlur er aftur orðinn heimavöllur Kórdrengja eftir að liðið spilaði á gervigrasvelli Leiknis í Breiðholti í fyrra.

„Það er mjög gott að vera komnir til baka í Safamýrina en við áttum gríðarlega gott samstarf með Leiknismönnum og vorum mjög sáttir þar. Öll samskipti við Leiknismenn voru upp á tíu og þeir eiga allt hrós skilið frá okkur," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, við Fótbolta.net á dögunum.

Davíð verður sjálfur í stúkunni á morgun en hann afplánar annan leik sinn af þremur í leikbanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner