Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Aron ræddi við aðstoðarþjálfarann sem var að vökva völlinn
Icelandair
Aron og Bjarki Már Ólafsson.
Aron og Bjarki Már Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran 2-1 sigur gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi.

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Bjarki Már Ólafsson, aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar, var vallarstarfsmaður á leiknum í gær, rétt eins og hann var á leiknum gegn Albaníu á laugardag. Bjarki Már er í sumarstarfi á Laugardalsvelli á meðan það er frí í fótboltanum í Katar.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er genginn í raðir Al Arabi og er Bjarki Már aðstoðarþjálfari hans þar. Þeir ræddu aðeins saman fyrir leikinn í gær eins og má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.

Bjarki Már er einn efnilegasti þjálfari okkar Íslendinga. Hann hætti að spila fótbolta árið 2013 vegna hjartavandamála og einbeitti sér þá alfarið að þjálfun. Bjarki þjálfaði yngri flokka hjá Gróttu og gerðist svo yfirþjálfari knattspyrnudeildar félagsins. Þegar Heimir Hallgrímsson var svo ráðinn þjálfari Al Arabi í Katar fékk hann Bjarka með sér.

Sjá einnig:
Bjarki Már þjálfar í Katar: Hlutirnir hafa þróast ótrúlega hratt
Athugasemdir
banner
banner