Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 12. júní 2021 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Oft betra að þruma boltanum upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld. Stjarnan kom öflugt til leiks í seinni hálfleiks og var komið yfir eftir sjö mínútna leik. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvað hefði gerst að hans mati.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og komust sanngjarnt yfir og sköpuðum góð færi. Við mættum flatir í seinni hálfleikinn og gerðum of mikið af mistökum. Það er oft þannig að það er betra að þruma boltanum upp heldur eða setja hann í innkast heldur en að spila honum. Við fegum góða möguleika til að allavega jafna leikinn en Halli var flottur í markinu og þeir spiluðu öflugan varnarleik," sagði Heimir.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

Kaj Leo meiddist í upphafi seinni hálfleiks, milli markanna og Valsmenn ætluðu að skipta honum út af vegna meiðslanna. Valsmenn voru að undirbúa skiptinguna þegar Tristan Freyr vinnur boltann af Kaj Leo á vængnum og á í kjölfarið stoðsendingu. Svekkjandi að ná ekki að gera skiptinguna?

„Guðmundur Andri þurfti að hita upp en það breytir því ekki að við eigum að geta staðið nokkrar mínútur tíu á móti ellefu. Það eiga menn að geta staðið af sér."

Hvað geturu verið jákvæður með eftir leik?

„Mér fannst spilamennskan á köflum vera góð, við létum boltann ganga milli manna og sköpuðum okkur góðar stöður og við getum unnið með það," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner