Er Paris Saint-Germain besti staðurinn fyrir Kylian Mbappe? - er spurning sem Frakkinn fékk á blaðamannafundi í gær.
Mikið er rætt um framtíð Mbappe sem spilar með Paris Saint-Germain en á aðeins ár eftir af samningi sínum.
Óvíst er hvort Mbappe muni skrifa undir framlengingu en hann einbeitir sér að EM með franska landsliðinu að svo stöddu.
Það er ljóst að Mbappe veit sjálfur ekki hvaða skref verður tekið en hann veit ekki hvort PSG sé besti staðurinn fyrir hann.
„Ég er á stað sem mér líkar við og mér líður vel," sagði Mbappe við France Football.
„En er þetta besti staðurinn fyrir mig? Ég er ekki með svar við því ennþá."
„Ég veit að verkefni félagsins er ekki alveg eins með mér og án mín. PSG skilur þó mínar tilfinningar."
Athugasemdir