Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 12. júní 2024 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fulham hafnaði öðru tilboði Bayern
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen hækkaði tilboðið sitt í Joao Palhinha leikmann Fulham en það dugði ekki til þess að fá samþykki frá enska félaginu.

Bayern hefur áhuga á því að fá portúgalska miðjumanninn sem félagið var svo nálægt því að landa síðasta haust.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefði samþykki á þessu tilboði gert Palhinha að næst dýrasta varnarsinnaða miðjumanni sögunnar af þeim sem eru 28 ára eða eldri. Sá dýrasti er Fabinho em Al Ittihadd keypti á 40 milljónir punda frá Liverpool í fyrra.

Palhinha á fjögur ár eftir af samningi sínum við Fulham sem er með möguleika á því að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar. Palhinha er sem stendur með portúgalska liðinu sem undirbýr sig fyrir EM.

Palhinha er 28 ára og bauð Bayern um 30 milljónir punda í fyrsta tilboði. Fulham vill fá mun hærri upphæð fyrir kappann. Miðað við heimildir Sky Sports þá var annað tilboð Bayern undir 40 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner