Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Juve og Villa eru að ná samkomulagi um Douglas Luiz
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það eru afar spennandi félagsskipti líklega að fara að eiga sér stað þar sem Juventus ætlar að krækja í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz frá Aston Villa.

Douglas Luiz er 26 ára gamall og hefur verið meðal allra bestu leikmanna Aston Villa undanfarin ár. Hann er gríðarlega eftirsóttur og hefur verið orðaður við ýmis stórlið víða um Evrópu síðustu misseri.

Luiz á aðeins tvö ár eftir af samningi við Aston Villa eftir að hafa spilað 204 leiki á fimm árum hjá félaginu.

Juventus greiðir 20 milljónir evra fyrir Luiz en sendir tvo leikmenn til Aston Villa í staðinn, bandaríska miðjumanninn Weston McKennie og enska kantmanninn Samuel Iling-Junior.

Iling-Junior þykir gríðarlega efnilegur og kom við sögu í 27 leikjum með Juve á síðustu leiktíð, aðeins 20 ára gamall. Hann spilaði í heildina um 1000 mínútur og leysti þá yfirleitt stöðu vinstri vængbakvarðar af hólmi.

Iling-Junior er ekki nema 20 ára gamall og hefur spilað yfir 30 leiki fyrir yngri landslið Englands. Hann á tvö mörk í fimm leikjum fyrir U21 liðið. Aston Villa hefur miklar mætur á þessum unga leikmanni.

McKennie er 25 ára landsliðsmaður Bandaríkjanna sem hefur spilað 134 leiki fyrir Juventus eftir að hafa verið keyptur frá Schalke fyrir um 25 milljónir evra.

Hann er fjölhæfur miðjumaður sem á 11 mörk í 52 leikjum fyrir bandaríska landsliðið, en hann hefur ekki verið jafn markheppinn með Juve. Hann spilaði þó 38 leiki með Juve á nýliðnu tímabili.

McKennie og Iling-Junior eiga aðeins eitt ár eftir af samningum sínum við Juventus.

Aston Villa er einnig í viðræðum við Chelsea um sölu á kólumbíska framherjanum Jhon Durán, sem skoraði 8 mörk fyrir Villa á tímabilinu.

Duran er aðeins 20 ára gamall en er samningsbundinn Aston Villa til 2028.
Athugasemdir
banner
banner
banner