Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Wirtz og Musiala vilja spila fyrir sama félagslið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er góð ástæða til að óttast ungstirnin Florian Wirtz og Jamal Musiala á EM í sumar, þegar Þýskaland mætir til leiks á heimavelli.

Wirtz og Musiala eru taldir til allra bestu ungstirna heimsfótboltans um þessar mundir og eru að njóta þess að spila saman með þýska landsliðinu.

Wirtz hefur verið orðaður við öll stærstu félög Evrópu eftir magnað tímabil með Bayer Leverkusen, þar sem Real Madrid er sagt vera tilbúið til að borga 150 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Musiala hefur verið algjör lykilmaður í stjörnum prýddu stórliði Bayern undanfarin misseri þrátt fyrir ungan aldur.

FC Bayern hefur einnig mikinn áhuga á Wirtz og svaraði leikmaðurinn spurningum á fréttamannafundi þýska landsliðsins í dag. Þar var leikmaðurinn meðal annars spurður út í möguleikann á að spila með Musiala fyrir félagslið.

„Þetta er erfið spurning," svaraði Wirtz. „Við höfum oft talað um hvað það væri gaman að spila fyrir sama félagslið, en okkur líður báðum mjög vel þar sem við erum þessa stundina. Við höfum samt grínast með að við viljum spila fyrir sama félag einn daginn.

„Ég yrði mjög ánægður ef ég fengi að verja meiri tíma á vellinum með Jamal, en það er ekki eitthvað sem ég get spáð fyrir um. Mér líður mjög vel hjá Leverkusen og ég er afar forvitinn að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér."


Þýskaland spilar opnunarleik Evrópumótsins gegn Skotlandi næsta föstudag. Búist er við að Wirtz og Musiala verði báðir í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner